Vörusafn: Saltdreifarar og sanddreifarar

Saltdreifarar, sanddreifarar og pækildreifarar fyrir hálkuvarnir. Allt dreifarar sem henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.

Saltdreifarar og sanddreifarar í mörgum stærðum og gerðum

Saltdreifarar og sanddreifarar fást í mörgum útfærslum. Litlir handstýrðir dreifarar, beislistengdir saltdreifarar fyrir dráttarvélar og dreifarar á litla og stóra pallbíla og vörubíla.

Saltdreifari til að dreifa salti og sandi á stíga og vegi

Saltdreifari til að dreifa salti, sandi og öðrum efnum á vegi og stíga til að tryggja öryggi akandi og gangandi vegfarenda. Einnig er hægt að nota slíkan dreifara á sumrin til að dreifa t.d. áburði.