Um Wendel
A.Wendel ehf. var stofnað árið 1957 af Adolf Wendel. Fyrirtækið haslaði sér þegar völl á sviði innflutnings og sölu á vélum til mannvirkjagerðar, gatnagerðar, húsbygginga og iðnaðar.
Vélasamstæða fyrir Keflavíkurveginn
Fyrirtækið hefur oft rutt nýjum vörum og tækni braut hér á landi, meðal annars vélasamstæðuna sem notuð var til að steypa Keflavíkurveginn, titrings valtrara og jarðvegsþjöppur.
Fleiri tækninýjungar á markað
Einnig má nefna fyrstu kantsteypuvélina fyrir gangstéttakanta í Evrópu frá Power Curber í USA, Epoke salt og sanddreifara til hálkueyðingar á vegum, beygjuvélar og klippur fyrir steypustyrktarstál.
Tæki og búnaður fyrir vegi landsins
Nú selur fyrirtækið aðallega tæki búnað til snjóruðnings og hálkueyðingar á vegum, umferðaröryggisbúnað í sambandi við vegavinnu, tæki til malbikunar, gatnahreinsibúnað og holræsahreinsibúnað.
Vélar og verkfæri fyrir verktaka
Boðið er uppá úrval verkfæra og tækja til vinnslu og niðurlagningar á steypu, vatnsdælur fyrir verktaka, og allan tækjabúnað til notkunar við sögun og kjarnaborun á steinsteypu og malbiki.
Meðal umboða hjá Wendel eru
Adamas, Ammann, Diamond, Epoke, Hilltip, Husqvarna, Hycon, Nissen, Rioned, Brokk, Överaasen, Tuchel ofl. en nánari upplýsingar um helstu umboð má finna hér.
Wendel er staðsett í Tangarhöfða í RVK
Fyrirtækið flutti í núverandi húsnæði í Júní 2007 að Tangarhöfða 1 í Reykjavík en þar er bæði verslun og lager fyrirtækisins. Árið 2022 bættist við húsnæði að Vagnhöfða fyrir viðgerðir og þjónustu.
Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo og Viðskiptablaðinu
Frá árinu 2019 hefur A.Wendel ehf verið á meðal fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum og hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni á Fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri.