Vörusafn: Forsugur fyrir mikið ryk

Forsugur eru iðnaðarryksugur sem ætlaðar eru til að tengja við aðrar ryksugur svo hægt sé að höndla mjög mikið ryk.

Forsugur auka endingu á iðnaðarryksugum

Forsugur eru tengdar við iðnaðarryksugu og aðskilja stóran hluta af ryki og öðru efni áður en það fer yfir í ryksuguna. Þetta eykur soggetuna og dregur úr viðhaldi á síunni í ryksugunni.

Forsuga tengd við iðnaðarryksugu eykur verktíma

Þegar forsuga er tengd við iðnaðarryksugu t.d. við gólfslípun fæst lengri verktími án truflana. Einnig eykst geta til að höndla efni svo sem sót, brennandi agnir, vökva og létt efni í miklu magni.

Forsugur frá Husqvarna fyrir þurrslípun og blautslípun

Við seljum eingöngu forsugur frá Husqvarna sem eru einstaklega öflugar.  Hægt er að fá forsugur sem ráða við hvort heldur sem er þurrslípun og blautslípun.