Fara að upplýsingum um vöru
1 af 4

Ammann

Malbiksvaltari rafdrifinn eARX 26-2 frá Ammann

Malbiksvaltari rafdrifinn eARX 26-2 frá Ammann

Hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.

Hafa samband

Rafdrifinn og umhverfisvænn malbiksvaltari eARX 26-2 frá Ammann.

Þessi malbiksvaltari getur unnið í allt að 8 klukkustundir og jafnvel í einhverjum tilfellum lengur án endurhleðslu.

Valtari eARX 26-2 er einstaklega hljóðlátur malbiksvaltari. Hljóðstyrkur sem berst á stjórnpallinn er allt að 46% minna en í valtara með diesel vél.

Valtari eARX 26-2 er búinn öflugum háþróuðum 48 volta rafhlöðupakka með afkastagetu upp á 600 Ah/31,5kWh.  Rafhlöðupakkinn er með LiFePO4 sem er alveg einstök tækni þar sem hver innri rafhlaða er sérstaklega varin og allur rafhlöðupakkinn er því betur eldvarinn sem eykur öryggi gríðarlega mikið. LiFePO4 rafhlöður hafa langan líftíma og þola mikinn fjölda af hleðslum.  Líklegt er að rafhlaðan endist út líftíma vélarinnar.

Hratt og auðvelt er að hlaða valtara eARX 26-2 og eru tvær hleðsluleiðir í boði:

  • Innbyggt hleðslutæki - 50-amp hleðslukerfi með 12 klst hleðslutíma (frá 0% til 100% rafhlöðugetu)
  • Ytra hleðslutæki - 200-amp hleðslukerfi með 3,5 klst hleðslutíma (frá 0% til 100% rafhlöðugetu)

Í þessum valtara er stöðugt hægt að fylgjast með hleðslustigi rafhlöðunnar. Sjálfvirk viðvörun er sýnd á skjá þegar hleðsla fer niður í 10%.  Þegar hleðsla fer niður í 3% slekkur kerfið sjálfkrafa á titringnum ​​til að spara orku svo hægt sé að fara með vélina á hleðslusvæði.

Hitastig umhverfis hefur ekki eins mikil háhrif á LiFePO4  eins og á Li-ion rafhlöður eða aðrar sambærilegar rafhlöður. Hægt er að vinna með LiFePO4  rafhlöður þegar hitastig umhverfis er undir frostmarki eða í allt að  -10°C og upp í allt að 60°C.

Meðal kosta við þessar rafdrifnu vélar er nákvæmari stjórn á titringi sem gerir stjórnun á titrings tíðni  einstaka. Hægt er að stilla titringinn frá 55 Hz til 66 Hz fyrir hágæða og skilvirka þjöppun. Þægindi stjórnanda eru aukin en stjórnpallurinn er einangraður með gúmmípúða sem takmarkar titring sem nær til stjórnanda vélarinnar.

Malbiksvaltari eARX 26-2  hentar vel til vinnu á vinnustöðum þar sem halda þarf hávaða í skefjum t.d. á fjölmennum stöðum, miðborgum og íbúðahverfum auk þess sem hann hentar vel fyrir næturvinnu. Þar sem ekki er um útblástur að ræða hentar vélin vel til vinnu inni í byggingum og neðanjarðar svo sem í jarðgöngum.

Þessi malbiksvaltari var kynntur á Bauma 2022,

Hér má sjá frétt um það þegar fyrsta eintakið af þessum rafdrifna valtara kom til landsins í júní 2023 og malbikunarstöðin Höfði prófaði tækið.

Malbiksvaltari eARX 26-2 Upplýsingar
Lengd valtara 2.500 mm
Hæð valtara 2.550 mm
Breidd valtara 1.240 mm
Breidd tromlu 1.200 mm
Þvermál tromlu 695 mm
Þyngd 2.640 kg
Ferða hraði 10 km/klst
Rafhlaða tækni LiFePO4 
Rafhlaða afkastageta 600 Ah/31,5kWh
Tíðni 55-65 Hz
Vatnstankur 190 lítrar
Skoða ítarlegar upplýsingar

Vantar þig nánari upplýsingar?

Þú getur haft samband við sölumenn okkar hjá Wendel
í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.