Við bjóðum velkominn til landsins fyrsta rafdrifna valtarann á Íslandi! Á myndunum má sjá malbikunarstöðina Höfða prófa þennan nýja valtara við malbikun á Laugarvegi og Hverfisgötu í vikunni.
Valtari sem mengar ekki
Þessi rafdrifni valtari hentar einstaklega vel fyrir malbikun í borgum og bæjum þar sem hann mengar ekki með útblæstri auk þess sem hann er einstaklega hljóðlátur.
Hver vill prófa rafdrifinn valtara?
Á næstunni ætlum við að leyfa þeim malbikunarfyrirtækjum sem áhuga hafa að prófa rafdrifna valtarann. Hægt er að hafa samband við Sverri Benónýson í síma 551-5464 til að skipuleggja prófanir.
Valtari sem er umhverfisvænn
Þessi einstaki umhverfisvæni rafdrifni valtari er af gerðinni eARX-26-2 frá Ammann og er ný framleiðsla hjá þeim en Ammann kynnti þennan nýja valtara á vélasýningu BAUMA síðastliðið haust.
Valtari með háþróaðar rafhlöður
eARX-26-2 valtarinn er búinn öflugum háþróuðum 48 volta LiFePO4 rafhlöðupakka með afkastagetu upp á 600 Ah/31,5kWh en einnig er gaman að geta þess að LiFePO4 rafhlöður eru með langan líftíma og góða eldvörn.
Valtari með rafhlöður með langan endingartíma
Valtarinn getur unnið í allt að 8 klukkustundir án endurhleðslu. Hann er 2.640 kg að þyngd og með vinnslubreidd 1.240 mm.