Iðnaðarryksuga Husqvarna HTCD80
Iðnaðarryksuga Husqvarna HTCD80
HTC D80 er öflug og mjög stór iðnaðarryksuga frá Husqvarna, áður HTC.
Iðnaðarryksuga sem fjarlægir gróft ryk við gólfslípun
Iðnaðarryksuga sem hentar með stórum gólfslípivélum til að fjarlægja þungt og gróft ryk sem kemur þegar verið er að undirbúa gólf fyrir önnur gólfefni en einnig fyrir önnur stór gólfslípunarverkefni.
Iðnaðarryksuga með öflugri forsugu
Iðnaðarryksuga HTC D80 er útbúin með afkastamikilli forsugu (Pre-Separator) sem fjarlægir allt að 95% af rykinu og eykur líftíma síunnar í ryksugunni.
Iðnaðarryksugur fyrir stórar fjarstýrðar gólfslípivélar
Mjög öflugar iðnaðarryksugur sem mælt er að tengja við fjarstýrðar stórar gólfslípivélar fyrir hámarks skilvirkni og afköst en hægt er að njóta góðs af þeim þó notaðar séu hefðbundnar gólfslípivélar án fjarstýringa.
Stór og öflug iðnaðarryksuga fyrir margskonar verkefni
Iðnaðarryksugu HTC D80 er hægt að nota á ýmsa vegu, allt eftir því hvað hentar hverju verkefni fyrir sig. Hægt er að tengja þessa iðnaðarryksugu við gólfslípivélar frá HTC og Husqvarna.
Ryksugun með iðnaðarryksugu
Ryksugun er mikilvægur þáttur við slípun gólfa frá heilsufars sjónarmiðum og til að fyrirbyggja að umhverfið verði allt undirlagt í ryki. Longopac® pokakerfið tryggir einföld og ryklaus pokaskipti.
Iðnaðarryksuga | HTC D80 |
---|---|
Þyngd | 272 kg |
Mótor | 7,5 kW |
Afl | 3 × 230 V 3 × 400 V 3 × 480 V |
Hámarks loftflæði | 700 m³/h |
Síuflötur - forsía | 3,5 m² |
Síuflötur - HEPA sía | 20,8 m² |
Hentar fyrir gólfslípivélar | PG820RC PG830 HTC 8 HTC 950 RX |
Pokar | Longopac slöngupokar |
Vörunúmer | 96967839012 |
Deila
Vantar þig nánari upplýsingar?
Þú getur haft samband við sölumenn okkar hjá Wendel
í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.