Tankur til að losa rotþrær og niðurföll R2
Tankur til að losa rotþrær og niðurföll R2Hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.
Hafa sambandTankur til að losa rotþrær og niðurföll frá Rioned RioTrailer R2
Færanlegur tankur R2 á vagni 1.690 kg að þyngd
Færanlegur og öflugur tankur R2 á vagni sem hentar fyrir losun á rotþróm og niðurföllum á stöðum með takmarkaðri hæð. Þessi tankur ásamt vagni er 1.690 kg að þyngd þegar hann er tómur.
Tankur R2 2.100 lítrar á tveggja öxla vagni
2.100 lítra tankur R2 á tveggja öxla vagni með Honda 20 hestafla bensínvél. Hann er 1,95 metrar á hæð og hannaður til að tæma úr bílakjöllurum, mengaða fráveitu, rotþrær og brunna.
Tankur R2 fæst án vagns til að setja á ökutæki
Tankur R2 hefur sömu tæknilegu eiginleika og tankur R1 en hægt er að fá R2 án vagns ef ætlunin er að setja hann á aðra viðurkennda kerru, vagn eða á ökutæki
Tankur R2 með leyfilega heildarþyngd 3.500 kg
Tankur R2 vegur í heildina 1.690 kg með vagninum. Leyfileg heildarþyngd þegar tankurinn er fullur er 3.500 kg.
Tankur R2 á vagni með tveim geymslukössum
Vagninn sem tankur R2 er á er með opinn geymslukassa á annarri hliðinni sem rúmar tvær staðlaðar 3" slöngur en á hinni hliðinni er læsanlegur geymslukassi til að geyma verkfæri á öruggum stað.
Tankur til að losa fráveitur, fráveitutankur
Tankur RioTrailer R2 sem ætlaður er til að losa rotþrær og niðurföll er einnig kallaður fráveitutankur eða seyrutankur.
Stærð 4.380 x 1.854 x 1.875 mm
Þyngd tómur 1.690 kg
Rúmmál tanks 2.100 lítrar
Efni tanks Stál
Tengingar 3" inntak, 3" úttak
Mótor Honda loftkæld bensínvél (15kW / 20 hestöfl)
Loftsogsdæla Jurop PNR73 (7.200 lpm, 425 m3/klst., 0,8 bör sog / 0,49 bör þrýstingur)
Sogslanga 25 metrar 2,5" sogslanga, handstýrð
Fáanlegur aukabúnaður: Vinnuljós, stefnuljós og LED viðvörunarljós
Deila

Þú getur haft samband við sölumenn okkar hjá Wendel
í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.