Sandari fyrir vegaxlir og skurði
Sandari fyrir vegaxlir og skurði
Hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.
Hafa sambandSandari fyrir vegaxlir og skurði eða Side-Shoot bucket Finliner frá Optimas einnig kallaður efnisdreifingarskófla
Sandari dreifari til að fylla á saltkistur og sanda í skurði
Sandari fyrir vegaxlir og skurði, frábær dreifari fyrir ýmis verkefni t.d.
Fylla á saltkistur
Sanda ofan í skurði
Dreifa, jafna viðarkurli í beð
Dreifa efni, möl, sandi jafnvel malbiki í vegaxlir
Finliner sandari með stillanlegu skriðblaði
Finliner Sandari auðveldar efnisdreifingu. Skúffa er tæmd til hliðar um færiband með skammtara sem mælir nákvæmlega magn efnisins sem fellur fyrir framan stillanlegt skriðblað fyrir hæð og halla.
Finliner sandari og dreifari fyrir vegagerð og línulagninu
Hægt er að fylla á sandarann þ.e. skúffuna á hefðbundinn hátt eða með annarri hjólaskóflu.
Finliner Sandari hentar vel fyrir ýmsar framkvæmdir og hefur komið sér vel fyrir vegagerð og við línulagninu.
Dreifari sem dreifir margskonar efni og auðveldur í notkun
Kostir dreifarans eru margir en nefna má tímasparnað, efnissparnað, auðveldur í notkun, nákvæmur skammtari, fljót og auðveld uppsetning auk þess sem hann hentar fyrir dreifingu á margskonar efni.
Finliner sandari og efnisdreifari í þrem stærðum
Efnisdreifarinn þ.e. Finliner sandari fyrir vegaxlir og skurði er fáanlegur í þrem mismunandi stærðum þ.e. 0,5 m³, 1,0 m³ og 1,4 m³.
Myndbönd sem sýna notkun á Finliner Sandara fyrir vegaxlir
Við mælum með fyrir áhugasama að horfa á eftirfarandi myndbönd sem sýna notkun á þessum sandara fyrir vegaxlir og skurði við mismunandi aðstæður með mismunandi efni:
Sandari notaður við dreifingu steypu
Efnisdreifing með sandara á vegöxl
Viðhald á vegöxl með sandara
Sandari notaður við dreifingu á efni í skurði við lagningu á leiðslum
Efnisdreifing með sandara á vegöxl við göngu-eða hjólastíg
Sandari fyrir vegaxlir og skurði | 0.5 m³ | 1.0 m³ | 1.4 m³ |
Rúmtak upp að kanti | 0,5 m³ | 0,8 m³ | 1, 1 m³ |
Rúmtak - hrúgað upp | 0,6 m³ | 1,0 m³ | 1,4 m³ |
Fyllingar-breidd | 1,83 m | 2,6 m | 2,6 m |
Lengd | 1830 mm | 2599 mm | 2599 mm |
Breidd | 1080 mm | 900 mm | 1190 mm |
Hæð | 1125 mm | 1125 mm | 1197 mm |
Lengd færibands | 1,70 m | 2,50 m | 2,50 m |
Þyngd | 640 kg | 820 kg | 1.120 kg |
Mynd með málum | 0,5 m³ | 1,0 m³ | 1, 4 m³ |
Deila
Vantar þig nánari upplýsingar?
Þú getur haft samband við sölumenn okkar hjá Wendel
í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.