Keflavaltari ARW65 sem gengið er með
Keflavaltari ARW65 sem gengið er með
Valtari ARW65 er mjög lítill valtari sem gengið er með eða svokallaður keflavaltari (Walk-Behind Rollers) frá Ammann.
Keflavaltarar með 650mm tromlu og sjálfvirka handbremsu
Keflavaltari ARW65 er 703kg að þyngd, með 650mm breiða tromlu og hámarks þjöppun 14kN. Hann er með innbyggt úðakerfi, sjálfvirk handbremsu og hæðarstillanlegt handfang.
Keflavaltari fyrir völtun á jarðvegi og malbiki
Keflavaltarinn er með stillingu á sveifluvídd þar sem stjórnandinn getur sett á lága stillingu sem passar fullkomlega möl og jarðveg eða háa stillingu fyrir þjöppun á malbiki.
Keflavaltari með öryggisbúnað í handfangi
Keflavaltarinn er með handfang eða stýri sem inniheldur öryggisbúnað sem slekkur strax á vélinni ef stjórnandinn sleppir takinu. Þegar valtarinn fer afturábak er hámarkshraðinn 2,5 km/klst.
Keflavaltari ARW65 getur valtað nálægt veggjum og kansteinum
Keflavaltari ARW65 getur valtað og þjappað jarðvegi upp við veggi og kantsteina. Hægt er að fá keflavaltarann með Hatz eða Yanmar dísilvél allt eftir því hvað hver viðskiptavinur óskar eftir.
Keflavaltari sem notar HVO lífeldsneyti
Á þennan keflavaltara er hægt að nota umhverfisvænt HVO lífeldsneyti (Biofuel) sem er vatnsmeðhöndluð jurtaolía sem búin er til úr úrgangi og dregur úr losun CO2 um allt að 90%.
Deila
Vantar þig nánari upplýsingar?
Þú getur haft samband við sölumenn okkar hjá Wendel
í síma 551-5464 til að fá nánari upplýsingar um þessa vöru.