Vottaðar HEPA H13 síur skila frábærum loftgæðum

Vottaðar HEPA H13 síur skila frábærum loftgæðum

Hepa 13 síur þar sem loftgæði skipta máli.

Við þróun á vörum hjá Husqvarna hefur hreint vinnuumhverfi verið lykilatriði. Verktakar bera ekki aðeins ábyrgð á sinni eigin heilsu þegar notaður er búnaður sem myndar ryk heldur einnig á heilsu þeirra sem vinna í kringum þá.           

Lykillinn að góðri lofthreinsun er að tryggja að notað sé nægilega kraftmikil ryksuga eða lofthreinsitæki og að hægt sé að grípa rykið eins nálægt rykmynduninni og mögulegt er.

Hvernig á að halda vinnustaðnum hreinum?

Ein besta leiðin til að halda ryki í skefjum er að nota vatn ef það er hægt og tengja þá vatnssugu við búnaðinn sem sogar upp vatn og drullu jafnóðum.

Við slípun á steinsteypu þar sem vatn er ekki notað er best að tengja kraftmikla ryksugu við slípivélina og fanga rykið eins fljótt og hægt er. Ryksugan þarf að vera með næga afkastagetu auk þess að vera með HEPA H13 síum. 

Til að draga enn frekar úr magni öndunarryks í loftinu er best að nota lofthreinsibúnað sem búinn er vottaðri HEPA H13 síu með 99,99% skilvirkni við 0,3 míkron sem skilar frábærum loftgæðum fyrir alla starfsmenn á svæðinu. 

Öryggi

Rykagnir á byggingarsvæðum geta innihaldið fjölda mismunandi efna sem sum hver geta verið skaðleg svo sem asbesttrefjar, kristallaður kísill, mygla, sót, PCB og ákveðnar örverur. Ryk frá slípun á steinsteypu getur innihaldið kristallaðan kísil sem getur verið hættulegur þegar mjög litlar agnir fara í lungun og valda alvarlegum skaða. Agnirnar eru ósýnilegar berum augum en sveima í loftinu tímunum saman.  Gríðarlega mikilvægt er að nota ávallt öflugan búnað sem kemur í veg fyrir að agnirnar berist í loftið.

Notkun á vottuðum hágæða ryksugum og lofthreinisbúnaði sem getur fangað jafnvel minnstu kísilagnir er besta leiðin til að meðhöndla ryk.

 

Vottaðar ryksugur með Hepa H13 síum

HEPA-sía (High Efficiency Particulate Air Filters) er strangur staðall sem skipt er í átta mismunandi stig. Husqvarna notar H 13 síur sem hannaðar eru til að aðskilja > 99,95% af þeim ögnum sem erfiðast er að fanga.  Allar HEPA síurnar frá Husqvarna eru DOP-prófaðar til að tryggja síunarstig umfram bandaríska staðalinn MIL-STD-282.

H-flokkun er alþjóðlegur staðall í þrem þrepum sem vottar tækið í heild en ekki aðeins síurnar.  Vottaðar ryksugur Husqvarna uppfylla strangasta þrepið og henta því vel þegar unnið er með hættuleg efni. Einnig eru notaðir Longopac pokar svo hægt sé að skipta um ryksugupoka á lokaðan og ryklausan hátt.

Athuga þarf að það eitt að hafa H-vottaða síu þýðir ekki að ryksuga eða lofthreinsitæki sé vottað og samþykkt.

Ryksugur, lofthreinsibúnaður og vatnssugur

Ryksugur S-línan, S13,S26 og S36 eru öflugar H-vottaðar eins fasa ryksugur. Þær eru útbúnar tveimur prófuðum og vottuðum HEPA H13 síum og eru með Longopac pokakerfið.

Ryksugur T-línan eru með öflugan mótor með mikla afkastagetu og frábært síukerfi.  Þær eru með Longopac pokakerfið, útbúnar tveim -þrem prófuðum og vottuðum HEPA H13 síum auk forsíu sem hægt er að þrífa auðveldlega.

Færanlegur lofthreinsibúnaður A-línan einn fullkomnasti flytjanlegi lofthreinsibúnaðurinn  á markaðnum í dag til að taka fíngert ryk úr loftinu sem ryksugur ná ekki. Síukerfi og hönnun ásamt vottaðri HEPA H13 síu skilar einstaklega góðum loftgæðum.

Vatnssugur W-línan eru gríðarlega öflugar vatnssugur sem gerðar eru fyrir krefjandi verkefni. Þær eru búnar hágæða íhlutum úr ryðfríu stáli og eru með mjög öflugan mótor. W70P getur sogað til sín steypudrullu, olíur og kælivökva.

Ávalt er hægt að nálgast mjög góðar upplýsingar á vef Husqvarna.

Við erum líka alltaf með heitt á könnunni og til í að spjalla.

Starfsfólk A.Wendel ehf, Tangarhöfða 1, RVK. 

Til baka