Starfsmenn á véla- og tækjasýningu BAUMA 2025

Starfsmenn á véla- og tækjasýningu BAUMA 2025

Starfsmenn Wendel eru þessa dagana á véla- og tækjasýningu BAUMA sem haldin er 7.-13. apríl  2025 í Munchen. Þetta er ein stærsta vélasýning ársins þar sem margir af okkar helstu birgjum eru að kynna vöruframboð og helstu nýjungar.

Wendel á véla og tækjasýningu BAUMA 2025

Meðal þeirra birgja sem eru á þessari sýningu má nefna Ammann,  Husqvarna, Hycon, Tuchel, AGP, Cedima, Faun, Aquajet og Brokk sem eru með flotta sýningarbása og mikið af tækjum og vélum til sýnis og prófunar.

Ammann með sýningarbás á BAUMA 2025

Á þessari sýningu er Ammann m.a. að kynna til sögunnar rafdrifnar jarðvegsþjöppur í nokkrum stærðum sem er kærkomin viðbót í vöruúrvalið fyrir viðskiptavini sem vilja velja umhverfisvæn tæki. Einnig eru þeir að kynna einstakar malbikunarvélar frá ABG en stutt er síðan Ammann gekk frá kaupum á ABG.  Malbikunarvélar ABG fást í ýmsum stærðum bæði malbikunarvélar á hjólum og malbikunarvélar á beltum.

Valtarar frá Ammann á BAUMA 2025

Við hlökkum til að geta boðið viðskiptavinum okkar enn meira vöruúrval og nýjungar.

 

Til baka