Starfsmenn Wendel eru þessa dagana á véla- og tækjasýningu BAUMA sem haldin er 7.-13. apríl 2025 í Munchen. Þetta er ein stærsta vélasýning ársins þar sem margir af okkar helstu birgjum eru að kynna vöruframboð og helstu nýjungar.

Meðal þeirra birgja sem eru á þessari sýningu má nefna Ammann, Husqvarna, Hycon, Tuchel, AGP, Cedima, Faun, Aquajet og Brokk sem eru með flotta sýningarbása og mikið af tækjum og vélum til sýnis og prófunar.

Á þessari sýningu er Ammann m.a. að kynna til sögunnar rafdrifnar jarðvegsþjöppur í nokkrum stærðum sem er kærkomin viðbót í vöruúrvalið fyrir viðskiptavini sem vilja velja umhverfisvæn tæki. Einnig eru þeir að kynna einstakar malbikunarvélar frá ABG en stutt er síðan Ammann gekk frá kaupum á ABG. Malbikunarvélar ABG fást í ýmsum stærðum bæði malbikunarvélar á hjólum og malbikunarvélar á beltum.

Við hlökkum til að geta boðið viðskiptavinum okkar enn meira vöruúrval og nýjungar.