Árið 1923 þróaði Even Øveraasen og framleiddi fyrsta snjóplóginn í heimi sem festur var á bíl. Í 100 ár hefur Överaasen því þróað og framleitt snjómokstursbúnað.
Snjómokstursbúnaður sífellt öflugri
Snjómokstursbúnaðurinn sem Överaasen framleiðir verður sífellt öflugri og fullkomnari með hverju árinu auk þess sem úrvalið verður meira.
Hægt að finna búnað frá Överaasen hvar sem snjór fellur
Í dag má finna Överaasen snjómokstursbúnað um allan heim eða allt frá Ástralíu, Kína í austri, Norður-Ameríku í vestri, Suðurskautslandinu í suðri, auk Grænlands og Svalbarða í norðri.
Överaasen virtur framleiðandi á snjómokstursbúnaði
Øveraasen er og verður einn virtasti framleiðandi heims á snjómokstursbúnaði fyrir flugvelli og vegi og skarar fram úr með sjálfbærri nýsköpun, byggingu, afkastagetu, hagkvæmni og áreiðanleika.
Wendel selur snjómokstursbúnað frá Överaasen
Við hjá Wendel erum virkilega stolt að geta boðið þennan hágæða og öfluga snjómokstursbúnað frá Överaasen í vöruúrvali okkar og óskum Överaasen innilega til hamingju með 100 ára afmælið.