Við hjá Wendel leggjum okkur fram við að veita góða og öfluga viðgerðarþjónustu þar sem við tökum að okkur viðhald, viðgerðir og þjónustu á vélum, tækjum og verkfærum sem seld eru hjá okkur.
Nýtt verkstæði að Vagnhöfða 8
Á dögunum stækkuðum við verkstæðið og fluttum það yfir í Vagnhöfða 8. Reynslumiklir starfsmenn sjá um þjónustuna og er verkstæðið okkar vel tækjum búið.
Rík áhersla á hraða og góða þjónustu
Við leggjum ríka áherslu á hraða og góða þjónustu svo tæki og vélar viðskiptavina okkar komist í rekstur að nýju sem allra fyrst.
Heyrðu í okkur er þú þarft á þjónustu að halda
Ef þú þarft á þjónustu okkar að halda getur þú heyrt í okkur í síma 551-5464 eða sent okkur tölvupóst á wendel@wendel.is.