Þann 9. september 2024 tókum við í notkun nýja vefsíðu fyrir A.Wendel ehf wendel.is sem einnig er vefverslun og má með sanni segja að við séum alveg ótrúlega stolt og ánægð með nýja vefinn.
Nýr vefur wendel.is sem mun nýtast viðskiptavinum vel
Við bindum vonir við að þessi nýi vefur wendel.is nýtist viðskiptavinum okkar vel enda er mjög auðvelt að leita eftir vörum og vörumerkjum auk þess sem hægt er að versla vörur sem til eru á lager.
Vefverslun með fjölmörg þekkt vörumerki
Á vefsíðu wendel.is er að finna mörg hundruð vörur frá fjölmörgum þekktum vörumerkjum á borð við Husqvarna og Ammann en við leggjum ávallt áherslu á að bjóða hágæða vörur frá traustum birgjum.
Beðist er velvirðingar á villum vegna slóða á gamla vefnum
Vefur A.Wendel sem áður var í notkun hefur verið tekinn niður og beðist er velvirðingar á því ef villur koma upp þegar reynt er að smella á og opna slóðir sem vísa á þennan eldri vef.