Ný fjarstýrð rafdrifin jarðvegsþjappa

Ný fjarstýrð rafdrifin jarðvegsþjappa

Á vélasýningu BAUMA 2022 kynnti Ammann nýja og framandi jarðvegsþjöppu sem tilnefnd var til nýsköpunarverðlauna BAUMA 2022 fyrir frumlega hugmynd og hönnun. 

Þessi nýja jarðvegsþjappa sem er bæði rafdrifin og fjarstýrð heitir eAPX 68/95 3D er ólík öllum öðrum jarðvegsþjöppum. Jarðvegsþjappan er sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum sem getur farið í boga, í hringi og snúið við á staðnum.

Hönnuðir hjá Ammann komust að þeirri niðurstöðu að breyta þyrfti tæknilegri útfærslu á jarðvegsþjöppum til að koma á móts við áskoranir í framtíðinni og kröfur um aukna sjálfbærni. Niðurstaðan eru rafdrifinar fjarstýrðar jarðvegsþjöppur eAPX 68/95 sem er sannkölluð bylting í framleiðslu á jarðvegsþjöppum.

Nýstárlegt útlit þjöppunnar greinir hana strax frá öðrum jarðvegsþjöppum og er hún eingöngu 700 mm á hæð. Þessi lága hæð og hæfileiki þjöppunnar til að hreyfa sig í allar áttir gerir það að verkum að hún hentar vel fyrir þjöppun í skurðum en þjappan er einnig afkastamikil í opnum rýmum. Þjappan er 620 kg að þyngd.

Jarðvegsþjappa eAPX 68/95 er með fjarstýringu sem stýrir nákvæmum hreyfingum þjöppunnar. Þannig hefur notandinn bestu mögulegu yfirsýn og stjórn í öruggri fjarlægð, jafnvel í þröngum skurðum og öðrum svæðum sem erfitt er að komast að. Notandinn getur auðveldlega stýrt henni af nákvæmlega eftir beinum línum eða öðrum stöðum sem erfitt er að ná til.

Jarðvegsþjöppur eAPX 68/95 eru með fjóra rafmótora sem knúnir eru af rafhlöðum sem gera vélunum kleift að vinna innandyra og í lokuðum rýmum án takmarkana. Hægt er að vinna með þjöppurnar stöðugt í um það bil 80 mínútur áður en þörf er á endurhleðslu en endurhleðsla tekur aðeins um 30 mínútur.

Við hjá Wendel bíðum spennt eftir að Ammann setji þessar jarðvegsþjöppur í framleiðslu og hlökkum til að geta bætt þeim við frábært vöruúrval okkar frá Ammann.

Til baka