Þegar ætlunin er að gera steinsteypt gólf að fallegu slípuðu eða póleruðu gólfi án gólfefna er ein besta leiðin að nota SUPERFLOOR gólfslípunarferlið frá Husqvarna.
Af hverju að velja Husqvarna Superfloor góflslípiaðferð?
- Mjög sterkbyggð og endingargóð gólf með Husqvarna Superfloor
- Lítill viðhaldskostnaður og auðvelt í viðhaldi
- Hægt að vinna eldri gólf sem og gera sem ný
- Umhverfisvænt
Níðsterk gólf með fallegri áferð með Husqvarna Superfloor
Þegar gólf eru steypt sest sterkasta efnið neðst. Þegar gólfið er svo slípað skref fyrir skerf með Superfloor aðferð slípast efsta lagið burt og fram kemur níðsterkt gólf með fallegri áferð og gljáa.
Endingargóð steinsteypt gólf með Husqvarna Superfloor
Husqvarna Superfloor snýst um að bæta það sem þegar er endingargott í stað þess að bæta veikara lagi ofan á gólfið. Steypan er slípuð samkvæmt skilgreindu ferli til að ná eiginleikum Superfloor.
Husqvarna Superfloor með tækjum og efnum frá Husqvarna
Þegar unnið er eftir Husqvarna Superfloor eru notaðar hágæða gólfslípivélar, iðnaðarryksugur, verkfæriog önnur efni frá Husqvarna auk mælitækja sem mæla gljástig og viðnám (Ra, DOI og GU).
Gólf undirbúið fyrir Husqvarna Superfloor gólfslípun
Áður en Husqvarna Superfloor aðferðin hefst þarf að fjarlægja gólfefni ef parket, gólfdúkur eða önnur gólfefni eru til staðar á gólfinu og því næst er gólfið undirbúið fyrir superfloor gólfslípun.
Husqvarna Superfloor bíður uppá mismunandi útlit og áferð
Superfloor ferlið eru 4 mismunandi kerfi Satín, Gull, Silfur og Platínu þar sem hvert og eitt hefur eigin áferð, útlit og gljáa. Veldu kerfi m.v. útliti og áferð sem þú vilt ná fram hverju sinni.
Husqvarna Superfloor Satín áferð fyrir verslanir
SATÍN áferð fyrir innandyra gólf svo t.d. í verslunum og almennings rýmum með miðlungs grófleika og miðlungs gljáa. Útkoman eru falleg gólf sem þola álag en þurfa lítið viðhald.
Husqvarna Superfloor Gull áferð fyrir slétt og jöfn gólf
Með GULL áferð er gólf ekki slípað eins mikið niður og í Platinum en hins vegar er slípað að sama gljástigi. Gull er góður kostur fyrir steypt gólf sem þegar eru slétt og jöfn.
Husqvarna Superfloor Silfur fyrir mjög hart og matt gólf
Með SILFUR er gólfið slípað jafn djúpt og með Platínum, grófleikinn verður sá sami og gólfið verður mjög hart og matt. Góður kostur þegar ekki er þörf á mjög glansandi gólfi.
Husqvarna Superfloor Platína það besta af því besta
PLATÍNA sú besta af því besta. Með ítrekaðri slípun fæst slétt og jafnt gólf með fallegri áferð, háglans og óviðjafnanlegt slitþol. Vinsælasta áferðin og frábær kostur fyrir flest gólf.
Myndir: