Nýjustu gólfslípivélarnar sem hafa komið á markað í HTC línunni frá Husqvarna eru búnar DURATIQ tækni. En hvað stendur Duratiq tækni fyrir?
Gólfslípivélar með Duartiq tækni gerðar fyrir mikla vinnu
Rykþétt og loftþétt hönnun eykur endingartíma allra íhluta svo um munar. Um leið eykst nákvæmni við gólfslípun. Hönnun slípihaussins er byggð á mikilli nákvæmni og styrk í jöfnum hlutföllum.
Gólfslípivélar með Duratiq tækni eru með nákvæma stjórnun
Stafrænt stjórnborð (HMI) og snjöll fjarstýring veita stöðuga og leiðandi endurgjöf um gólfslípunina en hvorutveggja veitir alla þá stjórn og nákvæmni sem þarf til að hámarka árangurinn.
Gólfslípivélar með Duratiq tækni veita jafnvægi við vinnuna
Gólfslípivélar með Duratiq tækni eru með einstaklega góða hönnun á undirvagni sem auðveldar alla notkun og vinnu við þær verulega auk þess sem það eykur öryggi.
Gólfslípivélar með Duratiq tækni hámarka árangurinn
Sérstakt kerfi til að stýra loftflæðinu ásamt nýju kælikerfi (Mist Cooler System) nær besta árangrinum við gólfslípunina auk betri endingartíma fyrir EZ demants verkfærin (EZ Diamond Tools).
Hvaða gólfslípivélar eru með Duratiq tækni?
Nýjustu gólfslípivélarnar í HTC línunni frá Husqvarna eru búnar DURATIQ tækni og þær eru gólfslípivél HTC5, HTC6 og HTC8.