Að tæma og þrífa vatnssugu frá Husqvarna

Að tæma og þrífa vatnssugu frá Husqvarna

Auðvelt er að tæma og þrífa vatnssugur eða blautsugur frá Husqvarna.

Byrjað er á að aftengja vatnssuguna. Síðan er dælan hreinsuð.

Ekki skal nota háþrýsting til að þrífa dæluna þar sem slíkt skemmir hana.

Ganga þarf úr skugga um að sían sé þrifin og sé hrein. Skoða skal vel hvort hún sé ekki örugglega í lagi þar sem hafi hún skemmst getur hún hugsanlega ekki verndað mótorinn eins og til er ætlast.

Athugið að alltaf skal renna hreinu vatni í gegnum dæluna áður en vatnssugan er sett í geymslu.

Husqvarna mælir alltaf með því að nota blautpoka í vatnssugum og blautsugum til að lengja endingu mótorsins og síunnar.  

Á vef Husqvarna má finna nánara fræðsluefni um vatnssugur eða blautsugur.

Til baka