Fræðsluefni um hvernig eigi að skipta um Hepa 13 síur í iðnaðarryksugum frá Husqvarna.
Husqvarna mælir með að skipt sé um HEPA síur í ryksugum á 12 mánaða fresti.
Aldrei ætti að þrífa HEPA síurnar! Að þrífa Hepa síur getur eyðilagt þær.
Þegar Hepa sía er tekin úr ryksugu er æskilegt að nota plastpoka til að hylja HEPA síuna strax og hún er fjarlægð til að koma í veg fyrir að hættulegt ryk komist í andrúmsloftið.
Hér má sjá myndband sem sýnir vel hvernig á að bera sig að við að skipta um Hepa 13 síu.